Skip to main content

Krossá

Krossá

Krossá er lítil bergvatnsá þar sem tvær stangir eru leigðar saman. Veiðisvæðið er um 8 km langt með 24 merktum veiðistöðum. Krossá er sjálfbær á og í þurrkatíð verður mjög lítið vatn í ánni, því er oft hægt að sjá laxinn. Auðvelt er að ganga nærri ánni og eingöngu er veitt á flugu. Öllum laxi skal sleppt, sem er mjög mikilvægt fyrir sjálfbærni árinnar.

Gott aðgengi er að veiðistöðum og fínt veiðihús fylgir ánni. Það er járnklætt timburhús með svefnplássi fyrir 10 manns, á einu svefnlofti og í tveimur herbergjum með efri og neðri koju hvort. Í húsinu eru öll helstu eldhúsáhöld, ísskápur, eldunarhellur, gasgrill og baðherbergi með sturtu.

Verönd er meðfram húsinu og við annan gafl þess. Farsíma samband er í húsinu. Veiðikort og veiðibók eru til staðar í húsinu.

Í rannsókn sem Hafrannsóknastofnun gerði árið 1988 kemur fram að meðalveiði áranna 1974 til 1988 var 113 laxar. Minnst var veiðin 41 lax og mest 180.

Upplýsingar

  • Veiðitímabil

    Júlí - September

  • Stangarfjöldi

    2. Stangir (seljast saman)

  • Gisting

    Veiðimenn þurfa að leggja til sængur og rúmföt. Borðtusku, viskastykki og handklæði, sápur.

  • Veiðisvæðið

    8 km á lengd með 24 merktum veiðistöðum. 

  • Leyfilegt Agn

    Fluga

  • Veiðitími

    1 Júlí- 14 ágúst
    7:00 til 13:00  /  16:00 til 22:00
    15 ágúst - 25.Sept 
    7:00 til 13:00  /  15:00 til 21:00

  • Staðsetning

  • Annað

    Öllum laxi skal sleppt

Veiðihúsið

10 Gestir
Svefnloft
6 Rúm
Grill

Staðsetning

Hafa samband