Skip to main content

Gíslastaðir

Hvítá í Árnessýslu

Gíslastaðir er 3ja stanga svæði þar sem seldir eru tveir eða fleiri samliggjandi dagar, t.d. hálfur / heill / hálfur og allar stangir seldar saman. Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn.
Engin kvóti og taka má alla fiska eða sleppa að vild! Við mælum þó með því að að hrygnum sé sleppt. Veiðisvæðinu fylgir hús með þremur herbergjum


Syðri Brú

Sogið - Grímsnesi

Syðri Brú er stórskemmtilegt laxveiðisvæði og eitt af fáum einnar stanga laxveiðisvæðum landsins. Svæðið hefur verið sérlega vinsælt þar sem það er stutt frá Reykjavík með glæsilegu veiðihúsi sem rúmar 10 til 12 manns. Syðri Brú hefur oft í gegnum tíðina verið með hæstu veiði á stöng í Soginu. Besti veiðistaðurinn Landaklöpp, sem er efst á svæðinu, hefur oft gefið frábæra veiði.

Netverslun


Veiðimenn geta haft beint samband við mig í síma 898 4047 varðandi pöntun á veiðivörum hvort sem það eru flugur, túpur, flugustangir, fluguveiðihjól eða önnur veiðivara með tilliti til þess hvert er verið að fara að veiða.  


Einnig er hægt að senda pantanir eða skilaboð á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Veiðikló var stofnað af okkur  Einari Páli Garðarsyni og Jóhannesi Þorgeirssyni, æskuvinum og veiðifélögum til þess að halda utan um leigu á þeim veiðisvæðum sem við erum með sem eru:

Gíslastaðir í Hvítá og Syðri Brú í Soginu. Spennandi svæði þar sem ævintýrin geta svo sannarlega gerst og á verði sem allir ættu að vera sáttir við.