top of page
vintage-fly-fishing-reels-2021-08-26-21-43-00-utc.jpg

Netverslun

Veiðimenn geta haft beint samband við mig í síma 898 4047 varðandi pöntun á veiðivörum hvort sem það eru flugur, túpur, flugustangir, fluguveiðihjól eða önnur veiðivara með tilliti til þess hvert er verið að fara að veiða.  

Einnig er hægt að senda pantanir eða skilaboð á netfangið palli@lax.is

Verslun: Products
20220111_163534.jpg

Flugur

Flugurnar hans Palla eru löngu þekktar fyrir það að vera öðruvísi en aðrar flugur og veiðnari heldur en margar aðrar. Áratuga reynsla sem veiðimaður og leiðsögumaður  hefur fært honum kunnáttu sem margir hafa notið góðs af.
Í netverslun Veiðiklóar er hægt að nálgast flugurnar ásamt  túpum og öðrum veiðivörum.

Fluguhjól

Að velja sér fluguveiðihjól er í sjálfu sér ekkert flókið, þú veist fyrir hvað númer stöngin er og þá velur þú þér hjól fyrir þá línu. Í flestum tilfellum eru til tvær gerðir sem eru standard hjól með djúpa spólu og svo kölluð large arbor hjól sem eru með grunnri spólu sem er þá stundum aðeins breiðari sem gerir það að verkum að þegar fiskur syndir hratt í áttina til veiðimannsins  þá spólar maður línunni hraðar inn heldur að vera með standard hjól. Þessi hjól taka yfirleitt meira magn af undirlínu og fara oft betur með flugulínuna. Oft er það sagt að hjólið sé bara geymsla fyrir línuna sem er oft rétt þegar verið er að veiða litla fiska en þegar þú ert farin að spila stærri fiska þá getur það skipt sköpum að vera með hjól með góðri mjúkri bremsu.
Bremsan í fluguhjóli og hvernig hún er varin skiptir miklu máli svo það komist ekki vatn, ryk eða sandur inn í bremsuverkið „ Fully Sealed Drag“.  Það er til þó nokkuð af hjólum sem kosta helling og eru ílla varin, því ættu menn að skoða hvernig er gengið frá hlutum í stað þess að kaupa eitthvað þekkt merki sem standast ekki þessar kröfur. Þú færð það sem þú borgar fyrir segir máltækið en það á ekki alltaf við í þessu kaupum.
Flest betri hjól í dag eru rennd í CNC vélum úr heilli 6061-T6 álblokk.

Piscifun® Aoka XS Fly Fishing Reel.jpg
moonshine stöng3.jpg

Veiðistangir

Þegar kemur að því að velja sér flugustöng þá er margt sem maður þarf að hafa í huga. Er maður að velja sér eina stöng sem á að notast í alla veiði,  silung jafnt sem lax. Er maður að kaupa sér stöng eingöngu fyrir vatnaveiði eða rennandi ár. Kemur maður til með að nota meiri sökklínur eða flotlínur.
Er ég byrjandi í fluguveiði eða vanur.
Flugustangir eru til í mismunandi lengdum og stífleikum. Stífar stangir bera yfirleitt þyngri línur. Á Íslandi er veðurfar afar mislint og nánast alltaf vindur því kasta flestir fluguveiðimenn svo kallað yfirhandarköst. Fyrir nokkrum árum var farið að kenna veltiköst sem sumir nota og þá sérstaklega í laxveiði þar sem háir bakkar geta hindrað því að það sé kastað venjulega. Ef ég tala út frá minni reynslu þá vel ég frekar stífar stangir þar sem vindur spilar stóra rullu í dæmið. Stangir fyrir línu 6wt, 7wt eða 8wt er tilvalið að kaupa sem þú getur notað í alla veiði hvort sem er 9fet eða 10fet. Með 10 feta stöng getur þú betur stjórnað rennsli línunar í rennandi vatni.

Línur

Vel hönnuð flotlína fyrir alla fluguveiði hvort sem er fyrir byrjendur eða lengra komna. Lengri skothaus og meira þvermál auðveldar að kasta langt. 
Fléttaður kjarni (braided core) með PVC filmu gerir það að verkun að línan hefur nánast ekkert minni og innbyggt Slickness aukaefni í gegnum PVC lagið veita hámarks rennsli í lykkjum og endingu. Soðin lykkja á línuenda gera taumaskipti auðveld.

fishing_line_1_f365e4c4-0735-4484-a352-33017c5f08e5_2048x2048.jpg
81yF+Ld9UNL._AC_SL1500_.jpg

Ýmsar vörur

Með því að bjóða aðeins hágæða vörur í Veiðikló tryggjum við að þú verðir ánægður með kaupin.

Verslun: Stores
Verslun: Product Slider
Verslun: Product Slider
Verslun: Product Slider
Verslun: Product Slider
Verslun: Product Slider
Verslun: Product Slider
Verslun: Product Slider
Verslun: Product Slider
Verslun: Product Slider
bottom of page