top of page
f0.jpg

Gíslastaðir

Gíslastaðir er 3ja stanga svæði þar sem veitt er frá morgni til kvölds og allar stangir seldar saman. Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn. Veiðisvæðinu fylgir hús með þremur herbergjum og eru 2 rúm í hverju þeirra og svo er svefnloft með auka dýnum. Í húsinu er allt til alls en veiðimenn þurfa að leggja til sængur og rúmföt. Ekkert rafmagn er í húsinu en sólarsella og vatn hitað með gasi og einnig er gott grill á staðnum. Veiðimenn mega ekki koma í hús fyrr en klukkutíma eftir að veiði líkur og svo yfirgefa húsið vel þrifið klukkutíma eftir að þeirra veiðitíma líkur. Því miður er allt uppselt sumarið 2022

Um okkur: About Us
Um okkur: Pro Gallery

Veiðikló

Veiðikló var stofnað í vetur af okkur  Einari Páli Garðarsyni og Jóhannesi Þorgeirssyni, æskuvinum og veiðifélögum til þess að halda utan um leigu á veiðisvæði sem við erum með sem eru Gíslastaðir í Hvítá, en þar erum við búnir að veiða sjálfir í mörg ár. Spennandi svæði þar sem ævintýrin geta svo sannarlega gerst og á verði sem allir ættu að vera sáttir við.

Veiðikló ehf.

0_edited.jpg
Um okkur: About
bottom of page