top of page
Piscifun® Aoka XS Fly Fishing Reel.jpg

Fluguhjól

Að velja sér fluguveiðihjól er í sjálfu sér ekkert flókið, þú veist fyrir hvað númer stöngin er og þá velur þú þér hjól fyrir þá línu. Í flestum tilfellum eru til tvær gerðir sem eru standard hjól með djúpa spólu og svo kölluð large arbor hjól sem eru með grunnri spólu sem er þá stundum aðeins breiðari sem gerir það að verkum að þegar fiskur syndir hratt í áttina til veiðimannsins  þá spólar maður línunni hraðar inn heldur að vera með standard hjól. Þessi hjól taka yfirleitt meira magn af undirlínu og fara oft betur með flugulínuna. Oft er það sagt að hjólið sé bara geymsla fyrir línuna sem er oft rétt þegar verið er að veiða litla fiska en þegar þú ert farin að spila stærri fiska þá getur það skipt sköpum að vera með hjól með góðri mjúkri bremsu. Bremsan í fluguhjóli og hvernig hún er varin skiptir miklu máli svo það komist ekki vatn, ryk eða sandur inn í bremsuverkið „ Fully Sealed Drag“.  Það er til þó nokkuð af hjólum sem kosta helling og eru ílla varin, því ættu menn að skoða hvernig er gengið frá hlutum í stað þess að kaupa eitthvað þekkt merki sem standast ekki þessar kröfur. Þú færð það sem þú borgar fyrir segir máltækið en það á ekki alltaf við í þessu kaupum.

Flest betri hjól í dag eru rennd í CNC vélum úr heilli 6061-T6 álblokk í CNC vélum.

Fluguhjól: Products
Fluguhjól: Product Gallery